Hr Ulrich
Helgi Júlíus
Alda Lilja
Beta
Frú Sigríður
Erla
Hafrún
Helga
Hildur
Karen Inga
Lilja Sif
Linda
Lísa
María Sif
Massinn
MH túttur
Orri
Pétur Örn
Ragga Dan
Sara Natasha
Soffía
Thelma
Unnur
Vesturfarar
Amnesty
Skólinn
Blogger
Unifem
Unicef
Mogginn
ABC barnahjálp

|
|

og geggjaðan multidress frá ástinni minni, þetta er alveg bráðsniðug flík sem maður getur notað sem allskonar kjólatýpur og buxur. Var alveg óð á afmælisdaginn að vefja mig í kjólinn sem er alveg ótrúlega flottur og ekki var það verra að hann er Hot Pink á litinn :D
Fór í annan júnímömmuhitting, alltaf jafn gaman að hitta stelpurnar og krílin þeirra, Helgi stækkar og dafnar og er yndislegastur allra barna að sjálfsögðu. Lóa mín kemur á fimmtudaginn og ég er alveg að missa mig úr spennu og skólinn byrjar á föstudaginn sem er líka soldið spennó. Hanna systir skaust til Parísar þannig að ég fékk að njóta þess að sækja elskuna hann Ágúst Smára skólastrák á meðan hún var úti það var æði og nutum við góða veðursins í síðustu viku og örkuðum vesturbæinn þveran og endilangan með Helga í vagninum. Hanna kom svo klyfjuð gjöfum þegar hún kom heim og Helgi fékk meðal annars kínverskt babyoutfit sem mig klæjar í puttana að smella honum í...en það verður að bíða aðeins þar sem að það er í 1 árs stærð.
Þessi var tekin 1952, ég man hvað það var óþægilegt að sofa með rúllurnar í hárinu fyrir myndatökuna en hvað gerir maður ekki fyrir fegurðina.
1968 var ekki auðvelt hár ár heldur, ég ætlaði að vera í annarri peysu en Óli gerði svaka sogblett á mig kvöldið áður og ég neyddist til að fara í rúllukraga.
1976 var gott ár, þá fór ég að prófa mig áfram í að vera ljóshærð sem var einmitt mjög inn á þeim tíma ég meina hver man ekki eftir Brady Bunch skvísunum, hver annarri lokkaprúðari. Enn og aftur þurfti ég að velja eitthvað sem náði vel upp í háls, allt Óla að kenna en hann var með svo hot hárgreiðslu ´76 að það var ekki nokkur leið að standast hann, ég meina það!! En ég launaði honum lambið gráa og hann varð að vera í þessum hvíta rúllukragabol í ár eftir meðferðina sem hann fékk :D 

1978 var erfitt ár, ég var í mikilli tilvistarkreppu og gekk til liðs við hreyfinguna Black Panthers og safnaði í afró...það er ekki auðvelt fyrir litla hvíta stelpu úr vesturbænum en með lambapermó og nóg af hárlakki komst ég í gegnum þetta ár.
Hárið varð svo hrikalegt eftir þessa meðferð að ég sat ekki fyrir á mynd aftur fyrr en 1994 og hafði þá náð að safna í þessa fögru ljósu lokka og ég var svo ánægð með þessa klippingu að ég hef eiginlega bara haldið henni síðan...en ekki hvað!!!!
